Höfuðflúrun

Scalp Micropigmentation

Scalp Micropigmentation 

Scalp Micropigmentation er örugg og áhrifarík aðferð notuð við hármissi og hárþynningu.

Notaðar eru smáar nálar sem lita hársvörðinn ekki ósvipað húðflúrun. Með þessari aðferð eru litaðir örsmáir punktar á hársvörðinn sem líkja eftir hársekkjum þannig að útkoman verður þéttari hársvörður og þykkara hár.

Ef hárið er byrjað að þynnast, hárlínan færast eða ef þú ert algjörlega sköllóttur getur meðferðin boðið þér upp útkomu sem líkir eftir krúnurökuðum skalla.

 

Scalp Micropigmentation er árangursrík aðferð án mikils inngrips fyrir þá sem þjást af minniháttar hárþynningu eða hárlínu sem er örlítið farin að færast aftur.

Með nýjustu tækni sem tekur mið af mikilli framþróun í þessu fagi getur þú fengið ósk þína uppfyllta um staðsetningu á hárlínu þinni eða fengið aukna þykkt fyrir svæði sem eru farin að þynnast þannig að niðurstaðan verður nær óaðfinnanleg.

Aðferðin krefst lítils viðhalds og ekki er þörf á neinum breytingum á lífsstíl viðskiptavina. Aðferðin leiðir til þess hársvörður þinn mun líta út fyrir að vera krúnurakaður án þess að þurfa að raka á þér höfuðið daglega.

SMP aðferðin er sérsniðin að þínum þörfum út frá því hvað hentar þér best.
Til að gefa sem allra náttúrulegasta útlit mögulegt er mælt með tveimur til þremur skiptum á 10-14 daga tímabili en mögulega þurfa viðskiptavinir að koma á 4-6 ára fresti til að gera smávægilegar lagfæringar en að öðru leyti er aðferðin án alls viðhalds.

Við viljum aðstoða

Heimilisfang

Hringbraut 119, 107 Reykjavík

Hringdu

552 2099

Netfang

apollo@simnet.is

Share This